Fundargerð aðalfundur 15. maí 2013

Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu (FFF)

15. maí 2013 kl. 17:00

Staðsetning: Happ, Austurstræti

Mættir: Guðrún Björk Freysteinsdóttir, Hulda Valdís Valdimarsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Elísabet Pétursdóttir, Helgi Jónsson, Bjarki Sigurjónsson , Guðmundur Ari Sigurjónsson, Eygló Rúnardóttir, Steingerður Kristjánsdóttir, Árni Guðmundsson, Þorvaldur Guðjónsson, Þóra Melsted, Margrét Sigurðardóttir, Soffía Pálsdóttir.

Steingerður Kristjánsdóttir kosin fundarstjóri, þess má geta að hún er fyrsti formaður félagsins.

  1. 1.     Skýrsla stjórnar
  2. 2.     Skýrslur hópa og nefnda

Hulda Valdís flytur dagskrárliði 1 og 2 saman í einni skýrslu. Síðasti aðalfundur var þann 15. maí 2012. Haldnir voru tíu fundir stjórnar og einn fundur þar sem unnið var að starfsáætlun.

Stofnuð var fræðsluefnd þar sem Eygló Rúnarsdóttir og Jakob Frímann sátu ásamt fulltrúa stjórnar – megintilgangurinn var að koma með tillögur að fræðslu fyrir félagsmenn. Unnin var fræðsluáætlun.

Framtíðarvangaveltur nefndarinnar fólust m.s. í að setja viðmið varðandi fjölda námskeiða á ári sem fræðslunefnd hefur að leiðarljósi.

Tómstundahandbókin – samstarfsverkefni FÍÆT, Samfés, HÍ og fleiri hagsmunaaðila. Þessi vinna mun halda áfram. Búið að vera erfitt að koma vinnunni af stað en búið að vinna ákveða þarfagreiningu.

Kompás – farið yfir námskeið og vinnustofur.

Enn er beðið eftir Compasito bókin kom út á íslensku, á að koma út á þessu ári.

Samstarfsverkefni félagsins í margs konar samstarfi. Samstarfssamningur FFF, FÍÆT, SFSÍ og Samfés. Tekinn fyrir undir önnur mál þar sem breytingartillaga kom frá síðasta aðalfundi FÍÆT.

Fulltrúi félagsins í skóla- og frístundaráði Rvk. borgar er Helgi Eiríksson en hann hefur setið 37 fundi og telur mjög þarft fyrir frístundastarfið að eiga þarna sinn fulltrúa.

Íslenskar æskulýðsrannsóknir – málþingið aftur haldið á virkum degi og góð þátttaka.

Stefnumótun í æskulýðsmálum – kynning hjá Æskulýðsráði í desember. Ætlunin að óska, ásamt samstarfsaðilum, eftir fundi með ráðherra vegna þessa en ákveðið var að bíða fram yfir kosningar.

Æskulýðsvettvangurinn – vilji til samstarfs vegna námskeiða. Vinnustofur Kompás á landsvísu. Í haust verður gerð áætlun fyrir næsta ár.

Frítíminn.is – FFF átti fulltrúa í undirbúningsfundi vegna vefmiðilsins en ritnefnd starfar með þriggja manna ritstjórn. Fagfélagið styrkti hýsingu á léni fyrsta árið til að koma þessum frábæra vefmiðli af stað.

Þóra Melsted (aðalmaður) og Þorvaldur Guðjónsson (varamaður) tilnefnd af hálfu FFF í hóp á vegum MMR sem skoðar hvort ramma þarf betur inn starf frístundaheimila.

Náum áttum – Elísabet Pétursdóttir hefur verið okkar fulltrúi þarna inni. Sjö fræðslufundir hafa verið sl. ár. Þessi hópur hefur staðið fyrir mánaðarlegum morgunverðarfundum.

Þróunarstyrkir skóla- og frístundaráðs Rvk. borgar – Guðrún Björk sat í starfshóp vegna þeirra. Tvær úthlutanir hafa verið á starfsári stjórnar.

Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs Rvk. borgar – Hulda Valdís sat í starfshóp vegna þeirra.

Stjórn hefði viljað geta lagt meiri vinna í kynningu á félaginu.

Fengum nýja félagsmenn í gegnum kynningar á þeim námskeiðum og vinnustofum sem félagið hélt.

Starfið litaðist mikið af fræðslutilboðum á vegum félagins og mikill tími og orka sem fór í þau mál.

Stjórn vill leggja meiri áherslu á samstarf við aðila á vettvangnum.

Fullt af hugmyndum um að gera betur.

Hulda þakkar alla þá aðstoð sem félagið hefur fengið.

Spurningar.

Eygló vill þakka stjórn fyrir flott störf- tökum því fagnandi.

Skýrsla stjórnar er samþykkt með lófataki.

  1. 3.     Reikningar félagsins

Gengið hefur vel að eyða þeim peningum sem ætlaðir voru í námskeið enda félagið virkt í fræðslu.

Farið yfir ársreikninga. Helgi Jónsson gjaldkeri félagsins fer yfir fjármálin með félögum.

Reikningar samþykktir einróma.

  1. 4.     Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs

Hulda Valdís segir frá því að meginhugmyndin sé að gera sem mest fyrir sem minnstan pening. Félagið mun aftur gera fræðsluáætlun og haldið verður áfram með þau samstarfsverkefni sem eru í gangi.

Margrét spyr varðandi kynningarmál félagsins, spurning með nýja stéttarfélag tómstundafræðinga og hvort fólk sé þar og komi ekki í félagið vegna þess að þeir viti ekki muninn á stéttarfélagi og fagfélagi. Umræður. Ari segir frá því að stéttarfélagið hafi komið með kynningu inn í tómstundafræðina í HÍ. Árni vill kynningu í námið eins og var hér áður. Elísabet segist ekki hafa fengið þau viðbrögð sem hún hafði vonast eftir hjá nemum í HÍ sem sátu Kompás-námskeið í febrúar. Frítíminn er vettvangur til að vekja athygli á FFF og fleiri  félögum. Árni vill fá viðburðardagatal fyrir öll félög á einn stað og Ari og Bjarki eru að gera slíkt á frítíminn.is.

  1. 5.     Árgjald

Allir eru sáttir við núverandi árgjald sem er 2500 krónur, samþykkt einróma.

  1. 6.     Lagabreytingar og skipulag

Ein lagabreytingartillaga barst og snýr hún að 5. grein.

Árni Guðmunds kemur með breytingartillögu um að þarna séu of margir taldir fram miðað við fjölda í stjórn. Kjósa skal tvo annað hvert ár en ekki fjóra.  Breytingartillagan á breytingartillöguna er einróma samþykkt og eftir breytingar hljóðar 5. grein svona:

Stjórnarkjöri skal haga þannig:

Kjósa skal formann í sérstakri kosningu og er kjörtímabilið eitt ár.

Kjósa skal 4 stjórnarmeðlimi að auki sem skipta með sér verkum. Kjörtímabilið eru tvö ár og kjósa skal tvo  á hverjum aðalfundi.

Kjósa skal 2 í varastjórn og er kjörtímabilið eitt ár.

Kjósa skal 2 skoðunarmenn reikninga og kjörtímabilið er eitt ár.

 

  1. 7.     Kosning stjórnar og varamanna

Í framboði eru:

Hulda sem formaður.

Guðrún og Helgi sitja áfram.

Elísabet og Hrafnhildur eru að klára sín tímabil, Hrafnhildur ætlar ekki að bjóða sig fram aftur en Elísabet gefur kost á sér aftur til tveggja ára.

Bjarki Sigurjónsson gefur kost á sér í stjórn til tveggja ára.

Guðmundur Ari Sigurjónsson gefur kost á sér sem varamaður.

Stungið er upp á Nilsinu Larsen sem varamanni.

Öll framboð eru samþykkt einróma en framboð Nilsinu með fyrirvara um að hún samþykki.

Ólafur Þór og Árni Guðmundsson bjóða sig áfram fram sem skoðunarmenn reikningar.

  1. 8.     Önnur mál
    1. Samstarfssamningur FÍÆT, Samfés og SFSÍ – gerð var breytingartillaga á samningnum um að fulltrúum félaganna er boðinn seturéttur á aðalfundum hvers annars með tillögurétt og málfrelsi undir fyrirfram ákveðnum málum sem sterta samstarf félaganna. Þessi breytingartillaga er samþykkt einróma.
    2. Guðmundur Ari kemur með tillögu um að breyta um hýsingaraðila fyrir heimasíðu til að lækka kostnað og vinna einnig nýja heimasíðu fyrir félagið. Umræður. Einróma samþykkt.

Fundi slitið kl. 18:15

Guðrún Björk ritar fundargerð.