Author Archives: admin

Tæki og tækni – blessun eða böl í frístundastarfi?

Næsti hádegisverðarfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu verður miðvikudaginn 11. mars kl. 12:00 á Sólon, 2. hæð, Bankastræti 5 í Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Tæki og tækni – Blessun eða böl í frístundastarfi? Þar munu þær Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir, forstöðumaður í frístundaklúbbnum Hofinu, og Þórunn Vignisdóttir, forstöðukona í félagsmiðstöðinni Laugó í Reykjavík, fjalla um notkun og áhrif tölva, snjalltækja, netsins og netmiðla í frístundastarfi. Erindi Tinnu og Þórunnar munu hefjast stundvíslega kl. 12 og því hvetjum við gesti fundarins til að mæta tímanlega til að fá sér snarl en súpa og brauð verður á tilboðsverði frá 11:30 til gesta hádegisverðarfundarins á aðeins 990.- Fundurinn er opinn öllum og félagsmenn hvattir til að bjóða með sér gestum, samstarfsfélögum eða öðrum áhugasömum um efni fundarins.

Fundargerð stjórnar 5. janúar 2015

Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, fundur 5. janúar 2015 í Hinu húsinu kl. 12:00-13:00

Mættir: Guðmundur Ari, Heiðrún, Bjarki og Elísabet

      Undirritun stjórnarskipta

Það hefur gengið erfiðlega að ganga frá stjórnarskiptum. Þau hafa ekki verið gerð formlega í langan tíma en því verður nú breytt og gengið frá nauðsynlegum undirritunum og pappírsmálum sem þessu fylgja.

Umsókn í félagið

Alls hafa 10 einstaklingar sem sótt um félagaaðild frá síðasta stjórnarfundi. Voru þessar umsóknir teknar fyrir á fundinum:

– Særós Rannveig Björnsdóttir        samþykkt
– Andrea Marel                                 samþykkt
– Sandra Gísladóttir                         samþykkt
– Lovísa Hafsteinsdóttir                   samþykkt
– Kristján Sigurðsson                       samþykkt
– Agnes Helga Sigurðardóttir           samþykkt
– Lúðvík Gunnarsson                       samþykkt
– Ása Kristín Einarsdóttir                 samþykkt
– Sandra Dís Garðardóttir               samþykkt
– Snorri Páll Þórðarson                   samþykkt

Vill stjórnin bjóða þessa einstaklinga hjartanlega velkomna í félagið.

Ferðaundirbúningur

Stjórn hugar að því að boða til fundar vegna ferðarinnar til Svíþjóðar. Áætlað er að halda fund í janúar með þeim félagsmönnum sem eru að fara með í ferðina. Sjórn ræðir að æskilegt sé að fá þátttakendur til að taka að sér verkefni sem snúa að ferðinni.
Fundur verður haldinn þriðjudaginn 20. janúar í hádeginu á Sólon. Stjórn ætlar að reyna að hittast fyrir hádegisfundinn og undirbúa kynninguna á ferðinni.
Stjórn sendir út fyrirspurn til samstarfsaðila í Svíþjóð og forvitnast um hvar best sé að gista og fleira.

Breytingar á lögum og markmiðum

Stjórn veltir fyrir sér hvernig er best að vinna breytingar á lögum og markmiðum félagsins. Í fyrra var nefnd sem velti fyrir sér inntökuskilyrðum og hlutverki félagsins. Stjórn ákveður að koma með tillögu að breytingum á lögum og markmiðum félagsins á næsta aðlfundi. Þarf að senda lagabreytingartillöguna út tímanlega fyrir næsta aðalfund. Þess má geta að næsti aðalfundur er jafnframt 10 ára afmælisfundur félagsins.

 

Fundargerð ritar
Bjarki Sigurjónsson

Hádegisverðarfundur 18. nóvember

Staða og starfsumhverfi tómstundafræðinga og fagfólks á vettvangi frítímans er viðfangsefni næsta hádegisverðarfundar FFF sem haldinn verður þriðjudaginn 18. nóvember kl. 11:45 á Sólon, Bankastræti 5 í Reykjavík. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður FFF, Jakob Frímann Þorsteinsson, námsbrautarstjóri tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og Andri Ómarsson, formaður Stéttarfélags tómstundafræðinga, munu flytja stutt innlegg og í framhaldi verða almennar umræður um málefnið. Að vanda gefst gestum kostur á að snæða hádegismat á fundinum og hægt er að panta af matseðli Sólon sem ávallt býður upp á rétt dagsins og súpu dagsins á mjög svo viðráðanlegu verði. Gott er að mæta tímanlega og panta matinn áður en fundur hefst. Fundurinn er öllum opinn og félagsmenn því hvattir til að mæta og bjóða með sér vinum, vandamönnum, vinnufélögum eða öðrum áhugasömum um þetta þarfa mál. Stefnt er að því að fundi sé lokið 12:45. Áhugasamir með rýmri tíma geta setið áfram yfir kaffibolla í spjalli.

Fundargerð stjórnar 13. október 2014

Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, fundur 13. október 2014 í Frostaskjóli kl. 13:00-14:00

Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki og Elísabet

1. Umsókn til EUF

Umsókninni var skilað. Við hittumst tvisvar sinnum frá því að síðastu fundur stjórnar var haldinn og unnum að umsókninni. Stjórnin bíður spennt eftir svörum frá EUF.

2. Litli Kompás

Nýbúið að halda námskeið sem var vel heppnað. Það voru um 20 manns sem sóttu námskeiðið að þessu sinni sem fram fór í Hlöðunni við Gufunesbæ fimmtudaginn 9. október kl. 13.00 – 17.00.
Það kom fyrirspurn frá starfsfólki sem starfar í frístundaheimili um hvort að það væri möguleiki að halda námskeið fyrir hádegi svo að starfsfólk frístundaheimilia komist á fræðslu. Elísabet kemur því í kring.

3. Íslenskar æskulýðsrannsóknir

Var færð til 24. nóvember. Félag fagfólks í frítímaþjónustu tók að sér um að búa til vettvang til að hægt væri að eiga samræðu í lok málþingsins. Ræddum við með hvaða hætti eða hvernig við sæjum það fyrir okkur. Veitingar góð leið til að halda gestum og búa til stöðvar sem opna á umræður. Það kom hugmynd um að fá námsgagnastofnun til að vera með bás með bókum sem nýttar eru á æskulýðsvettvangnum.

4. Fræðslunefndin

Reynslunámsnámskeiðið er komið af stað og gengur vel. Er verið að vinna að næsta hádegisverðarfundi. Við ræddum hvort að sniðugt væri að koma áfæti vettvangsheimsóknum sem kostar oft litla fyrirhöfn. Öll vorum við sammála um að það sé sniðug hugmynd og gott væri að hafa þær á misjöfnum tíma svo að sem flestir af vettvangnum geti tekið þátt í einhverri heimsókn.

5. Umsóknir um félagsaðild

– Hrefna Óskarsdóttir – samþykkt
– Ulrike Schubert – samþykkt
-Ásta Þórðardóttir – samþykkt
-Björg Jónsdottir – samþykkt
-Elva Björg Pálsdóttir – samþykkt
Þórunn Vignisdóttir – samþykkt
Edda Guðrún Heiðarsdóttir – samþykkt
Valgerður Ósk Ásbjörnsdóttir – samþykkt
Særós Rannveig Björnsdóttir – samþykkt

Því miður var einn umsækjandi sem uppfyllti ekki kröfurnar sem gerðar eru til að hægt sé að samþykkja félagsaðild.
Nýjir félagar eru boðnir hjartanlega velkomnir í félagið.

6. Kynningaráætlun

Hugmyndir um að kíkja í nágranasveitarfélögin og fá að vera með kynningu á föstum fundum sem haldnir eru með starfsfólki sem sinnir frístundastarfi. Við ákváðum að byrja á að herja á Kópavog og Hafnarfjörð. Bjarki tekur að sér að hafa samband við tengiliði í þessum sveitarfélögum.

7. Önnur mál

– Orðanefndin
Rædd um stöðu nefndarinnar.

Fundi slitið 14:14

Fundargerð ritar Bjarki Sigurjónsson

Fundargerð stjórnar 1. september 2014

Fagfélag fólks í frítímaþjónustu, Fundur 1. september 2014 í Selinu kl. 12:00-12:56

Mættir: Guðmundur Ari, Hulda, Bjarki, Heiðrún, Elísabet og Katrín

1. Veitingastefna Stjórnar FFF

– Það kom upp fyrirspurn á síðasta aðalfundi Stjórnin um útlagðan kostnað í veitingar.
– Stjórn tók upp umræðuna og sammældist um að eðlilegt væri að sá sem heldur fundinn leggi út fyrir veitingum og að félagið mundi endurgreiða honum. Fundir fara fram í hádeginu og eru stjórnarmenn að nýta frítíma sinn í fundina. Veitingar eiga þó að vera hóflegar.

2. Umsóknir um félagsaðild

– Sigurleif Kristmannsdóttir – samþykkt er með tómstundafræðimenntun og starfsreynslu.
– Unnur Ýr kristjánsdóttir samþykkt er með tómstundafræðimenntun
  Alls eru 9 nýjir félagar skráðir á þessu starfsári og bjóðum við þá alal hjartanlega velkomna í            félagið.

3. Mál fræðslunefndar

– Fræðsluáætlun er í vinnslu
– Hádegisverðarfundirnir eru í fullum undirbúningi. Fyrsti hádegisfundurinn verður 9. Október hefst     fundurinn klukkan 11:45. Hrefna Guðmundsdóttir verður með hádegisverðarfræðslu Jákvæð      sálfræði í   frítímastarfi. Boðið verður uppá súpu fyrir félaga
– Það styttist í leiðbeinendanámskeið það eru 3 pláss eftir og lokasprettur í skráningu núna í næstu  viku.

4. Fundur í ráðuneytinu

Erlendur tekur á móti okkur á föstudaginn 5. september,klukkan 13:00. Stjórn velti upp málum sem við viljum ræða við Erlend í ráðuneytinu. Fara yfir starfsáætlunina, Kompás, styrki í Evrópumiðstöðina í Búdapest, lagaumhverfi frístundastarfs og hvort það séu nýjar pólitískar áherslur.

5. Utanlandsferðir

– Elísabet hafði samband við Árna Guðmundsson og hann ætlaði að aðstoða stjórn við að komast í samstarf í Svíþjóð. Tengiliður Árna í svíþjóð tók vel í þetta og vildi fá að vita hverju við óskuðum eftir. Elísabet verður áfram í samskiptum við árna fyrir næsta fund
– Það er hugmynd að fá að skoða mismunandi starfsstaði í svíþjóð.
– Stjórn gerir ráð fyrir 15 sætum fyrir félagsmenn fyrir utan stjórn. Allavegana 2 úr stjórn.

Önnur mál

– Íslenskar Æskulýðsrannsóknir
Verða á seltjarnarnesi  30 október. Þau leita til okkar til stýra óformlegum hitting í lok dags. Stjórn er tilbúin að taka þátt í samstarfi en taka ákvörðun um þátttöku á næsta fundi stjórnar.

– Fá fráfarandi gjaldkera á næsta fund
Óskum eftir því að fá Helga á fund til að láta arftaka sinn fá allar upplýsingar og gögn.

Boðað til aukafundar 19. September í Hinu húsinu frá 11-13

 

Fundi slitið 12:56

Fundargerð ritar Bjarki Sigurjónsson

Jákvæð sálfræði í frístundastarfi

Á fyrsta hádegisverðarfundi vetrarins sem verður haldinn þriðjudaginn 9. september nk. kl. 11:45 mun Hrefna Guðmundsdóttir, sálfræðingur, fjalla um jákvæða sálfræði í frístundastarfi. Hún mun gefa innsýn í jákvæða sálfræði og hvernig hana má nýta í frístundastarfi. Áhersla verður á að bera kennsl á jákvætt viðhorf, styrkleika og seiglu. Hrefna hefur áralanga reynslu af frístundastarfi hjá Reykjavíkurborg og hefur beint sjónum að mikilvægi þess að efla þátt jákvæðrar sálfræði í starfinu sem og annars staðar.

Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a í Reykjavík. Fyrirkomulag fundarins er með þeim hætti að Hrefna mun fyrst flytja sitt erindi sem hefst kl. 11: 45 og breyttur fundartími kemur í kjölfar óska frá félagsfólki. Í kjölfar erindisins verða umræður. Undir umræðum mun gestum fundarins verða boðið upp á súpu og brauð í tilefni af fyrsta hádegisverðarfundi vetrarins. Áætlað er að fundinum ljúki eigi síðar en 12:45. Þeir sem vilja frekar geta nýtt sér matseðil Sólon á eigin kostnað og jafnframt geta fundargestir sem hafa tök á setið áfram yfir óformlegu spjalli eftir að fundi lýkur.

FFF hefur undanfarin ár staðið fyrir fræðslufundum fyrir félagsmenn en fundirnir hafa jafnframt verið opnir öðrum áhugasömum þannig að félagar eru hvattir til að taka með sér gesti.

Leiðbeinandinn í reynslunámi – spennandi námskeið

Nú fer að líða að haustverkunum og eitt af þeim er auðvitað að skoða spennandi námskeið fyrir veturinn. Eitt af þessum námskeiðum er Leiðbeinandinn í reynslunámi – hvar er hann? en það er Björn Vilhjálmsson reynslunámsgúrú sem mun leiðbeina á námskeiðinu. Hugmyndafræði reynslunáms nýtist vel á vettvangi frítímans og því er um að ræða hagnýtt námskeið sem ætti að nýtast vel í starfi – er alveg kjörið tækifæri til símenntunar. Námskeiðið er þrískipt, hálfur dagur í senn og verkefnavinna þess á milli. Allar nánari upplýsingar er að finna hér: Leiðbeinandinn í reynslunámi_námskeið

Ný stjórn kosin á aðalfundi FFF

Aðalfundur FFF fór fram 22. maí sl. og var þar m.a. farið yfir ársskýrslu stjórnar og þar kenndi ýmissa grasa en fræðslumál, samstarfsverkefni, endurskoðun á markmiðum félagsins og inntökuskilyrðum voru þar til umræðu. Einnig var kosið í stjórn félagsins en nýr formaður er Guðmundur Ari Sigurjónsson og meðstjórnendur eru Elísabet Pétursdóttir, Bjarki Sigurjónsson, Katrín Vignisdóttir og Heiðrún Janusardóttir. Varamenn í stjórn eru Guðrún Björk Freysteinsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir.

Aðalfundur FFF fimmtudaginn 22. maí

Aðalfundur Félags fagfólks í frítímaþjónustu fer fram fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 17-19 og við hvetjum alla félaga sem vettlingi geta valdið til að taka þennan tíma frá og mæta. Fundurinn fer fram á Kaffi Sólon, 2. hæð, Bankastræti 7a og hugmyndin er að fundargestir snæði saman málsverð að fundi loknum.
Dagskrá aðalfundar:
–         Skýrsla stjórnar
–         Skýrslur hópa og nefnda
–         Reikningar félagsins
–         Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs
–         Árgjald
–         Lagabreytingar og skipulag
–         Kosning stjórnar og varamanna
–         Kosning skoðunarmanna reikninga
–         Önnur mál
Tillögur um lagabreytingar verða að hafa borist stjórn félagsins 3 vikum fyrir aðalfund. Stjórn félagsins skal kynna tillögur að lagabreytingum með bréfi til félagsmanna a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund. Að þessu sinni hafa stjórn ekki borist neinar lagabreytingartillögur.

Fræðslufundur 6. maí kl. 12-13 á Sólon

Þriðjudaginn 6. maí kl. 12:00 mun Kolbrún Þ. Pálsdóttir, lektor við námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum, fjalla um siðareglur og siðferðileg álitamál í frístundastarfi. Viðfangsefnið er mörgum sem starfa á vettvangi hugleikið og því kærkomið fyrir félagsmenn að fá vettvang til umræðna í kjölfar erindis Kolbrúnar. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a í Reykjavík. Fyrirkomulag fundarins er með þeim hætti að Kolbrún mun fyrst flytja sitt erindi sem hefst kl. 12:00 og í kjölfarið verða umræður. Undir umræðum mun gestum fundarins verða boðið upp á súpu og brauð. Áætlað er að fundinum ljúki eigi síðar en 13:00. Þeir sem vilja það frekar geta nýtt sér matseðil Sólon á eigin kostnað og jafnframt geta fundargestir sem hafa tök á setið áfram yfir óformlegu spjalli eftir að fundi lýkur. FFF hefur undanfarin ár staðið fyrir fræðslufundum fyrir félagsmenn en fundirnir hafa jafnframt verið opnir öðrum áhugasömum þannig að félagar eru hvattir til að taka með sér gesti.